Alltof flókið.. þegar þetta gæti verið svo einfalt! – Strætó bs. Review

Góðan dag og gleðilegt nýtt ár! Mætti árið 2020 vera árið þar sem strætó einfaldar ferðalöngum og íslendingum á landsbyggðinni að nota heimasíðu og app fyrirtækisins. Við hjónin rekum lítið fjölskyldufyrirtæki og höfum oft þurft að afla okkur upplýsingar um ferðir strætó fyrir viðskiptavini okkar. Reyndin er sú að við endum alltaf à að hringja beint á skrifstofuna til að fá náknæmar upplýsingar um brottfarir, því heimasíða og app eru of flókin og seinleg í notkun. Í hvert skipti sem við hringjum höfum við gefið ábendingar um hvernig væri hægt að gera kerfið skilvirkara og notendavænna. Þetta er frekar lítil breyting en mun einfalda notkun viðskiptavina til muna. (Og létta álag á starfsmenn fyrirtækisins) Gallinn á kerfinu er sá að þegar leitað er að ferð frá tilteknum stað á landinu, þá þarf notandi að vita hvenær brottför á sér stað... og við erum sko að tala um uppá mínútu. Þannig ef mig vantar að vita hvenær strætó fer frá Höfn á morgun... þá þarf ég að velja dagsetningu OG TÍMA???? En ég veit ekki hvenær farið er frá Hornafirði og þarf því að vafra um hina ónotendavænu heimasíðu til að finna tíma á brottför og SÍÐAN get ég keypt mér miða?? Væri ekki nær að allar brottfarir frá tilteknum stað, myndu raðast upp á valinni dagsetningu.? Þar getur notandi valið þá ferð sem hentar hans skipulagi. Við íslendingar getum jú kannski fundið okkar leiðir... með krókaleiðum... en erlendir ferðamenn? Fólk er alveg steinhissa á þessu bókunarkerfi hjá strætó og skilur ekki upp né niður hvernig á að bóka á netinu? Með von um góð viðbrögð og úrbætur, kær kveðja.
Review by -:-:-: love :-:-:-: on Strætó bs..

All Strætó bs. Reviews


Other Reviews