Lærum stafina Icon
Download Lærum stafina

Lærum stafina

Lærum stafina er skemmtilegt íslenskt forrit fyrir börn sem eru að læra stafina og stafrófið.
Category Price Seller Device
Education $2.99 Gebo Kano ehf. iPhone, iPad, iPod

Forritið er með flottum spilum (flashcards) með bókstöfum og myndum sem börnin geta tengt við stafina. Nöfn hvers bókstafs eru upplesin ásamt skemmtilegum texta í tengslum við staf og mynd.

Hægt er að flakka fram og til baka í stafrófinu án nokkura takmarkana. Þannig er hægt að leggja áherslu á stafi sem erfitt er að muna eða skoða sérstaklega sinn uppáhalds staf.

Þessu til viðbótar eru nokkrir samstæðuleiki til að þjálfa þekkingu á stöfunum á áhugaverðan hátt. Hægt er að æfa sig í að þekkja hástafi eða lágstafi í tengslum við mynd og nafn. Einnig er klassískur samstæðu minnisleikur þar sem á að tengja saman há og lágstafi.

Síðast en ekki síst geta börnin sungið með Stafrófslaginu í fallegri útgáfu Einars Helga Þorsteinssonar. Lagið er með með sjónrænum taktmæli sem hjálpar til við að halda taktinum og muna hvaða stafur er næst.

- Þetta forrit safnar engum persónuupplýsingum.
- Þetta forrit inniheldur enga auglýsingaborða.
- Allir linkar og vísanir á önnur forrit eru á bakvið vandað foreldrahlið.
- Þetta forrit inniheldur engar viðbætur sem þarf að borga aukalega fyrir.

Reviews

Reviews not available.